Ferðaskilmálar Niko ehf. (ferðaskrifstofan) kt. 590110-1750, gilda fyrir þau hjáheiti / vörumerki sem ferðaskrifstofuleyfi fyrirtækisins nær til en þau eru; Niko Travel Hótelbókanir.is Ferðaskrifstofa eldri borgara.
STAÐFESTINGARGJALD
Til að bókun öðlist gildi ber að greiða staðfestingargjald sem er 50.000 kr. fyrir hvern farþega í almennar hópaferðir en kann að vera hærra í sérferðir sem kosta 250.000 kr. eða meira pr. mann. Staðfestingargjald er afturkræft allt að 42 dögum fyrir brottför og eins ef hætt er við viðkomandi ferð vegna ónógrar þátttöku eða Niko ehf. sæti skyndilegu banni við skipulögðum ferðum á tiltekin áfangastað vegna fyrirmæla frá stjórnvöldum hérlendis eða í viðkomandi landi (t.a.m. Covid-19). Staðfestingargjald þarf að greiða með millifærslu inná bankareikning Niko ehf. nr. 0586-26-6855 kt. 590110-1750 í gegnum heimabanka og eða í bankaútibúi.
UPPGJÖR Á HÓPAFERÐUM
Lokauppgjör ferða þarf almennt að fara fram 6-8 vikum fyrir brottför (fer eftir kröfum frá birgjum t.a.m. flugfélögum eða hótelum) nema sérstök ákvæði gildi og skal þeirra þá getið í ferðatilboði til farþega en gangi greiðsluskilmálar samstarfsaðila/birgja lengra munu þeir gilda hverju sinni. Eftir lokauppgjör hefur farið fram á farþegi rétt á endurgreiðslu samkvæmt skilmálum sem koma fram hér að neðan. Hægt er að ganga frá lokauppgjöri með greiðslukortum eða bankainnleggi.
AFPÖNTUN FERÐAR OG ENDURGREIÐSLA
Ef viðskiptaivinur afpantar ferð hjá Niko ehf. fer endurgreiðsla fram sem hér segir:
• Sé ferð afpöntuð inann við 7 dögum eftir að bókun var staðfest, en þó 6 vikum fyrir brottför, þá fær viðskiptavinur endugreitt að fullu.
• Sé ferð afpöntuð 8 eða fleiri dögum eftir að bókun var staðfest, en þó 6 vikum fyrir brottför, þá fær viðskiptavinur endugreitt að fullu.
• Sé ferð afpöntuð 28-42 dögum fyrir brottför þá heldur Niko ehf. eftir 50% af verði ferðar, þó aldrei lægri upphæð en sem nemur staðfestingargjaldi.
• Sé ferð afpöntuð 15-27 dögum fyrir brottför þá heldur Niko ehf. eftir 75% af verði ferðar, þó aldrei lægri upphæð en sem nemur staðfestingargjaldi.
• Sé ferð afpöntuð 14-8 dögum fyrir brottför þá heldur Niko ehf. eftir 90% af verði ferðar, þó aldrei lægri upphæð en sem nemur staðfestingargjaldi.
• Sé ferð afpöntuð minna en 7 dögum fyrir brottför er engin endurgreiðsla.
• Ef reglur samstarfsaðila okkar ganga lengra en að ofan greinir, gildir sú regla sem gengur lengra. Farþega er ávallt heimilt að afturkalla farpöntun vegna stríðsaðgera, lífshættulegra smitsjúkdóma eða annarra hliðstæðra tilvika sem hafa afgerandi áhrif á framkvæmd ferðar þegar 14 dagar eða færri eru til brottfarar. Í slíkum tilvikum ber Niko ehf. að endurgreiða allt fargjaldið að frádregnu staðfestingargjaldi. Þetta gildir þó ekki ef farþegi hefði mátt sjá fyrir um ofangreinda atburði og ástand áður en lokauppgjör ferðar átti sér stað.
• Endurgreitt er inná það kreditkort eða bankareikning við komandi farþega
AFLÝSING OG BREYTINGAR Á FERÐAÁÆTLUN
Niko ehf. ber enga ábyrgð á ófyrirsjáanlegum aðstæðum, sem ferðaskrifstofa fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir afleiðingar þeirra. Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofu heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu, enda verði farþegum tilkynnt þar um tafarlaust.
BREYTINGAR Á FERÐ
Geri Niko ehf. breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er.
AFLÝSING FERÐAR
Niko ehf. er heimilt að aflýsa ferð, ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg en lágmarksþátttaka miðast við sölu á 50% þeirra sæta sem í framboði eru nema annars sé getið sérstaklega.
TRYGGINGAR
Niko ehf. hvetur viðskiptavini til að huga vel að tryggingamálum sínum áður en lagt er upp í ferð. Þegar ferð er greidd með greiðslukorti a.m.k. að hálfu fylgir oft með ferðatrygging frá greiðslukortafyrirtækjunum. Athugið að þessar tryggingar eru mjög mismunandi eftir tegund greiðslukorts. Kynnið ykkur vel skilmála hjá greiðslukortafyrirtækjunum. Einnig er hægt er að sækja um sjúkratryggingakort hjá Sjúkratryggingum Íslands – http://www.sjukra.is/
FERÐASKJÖL
Ferðaskjöl Niko ehf. innihalda öllu jafnan flugfarseðla (sé um flugferð að ræða) auk almennra leiðbeininga og ferðaáætlunar. Ekki þarf sérstakar staðfestingar (vouchers) vegna hótelgistinga þegar um hópaferðir er að ræða.
VEGABRÉF OG ÁRITANIR
Gætið vel að gildistíma vegabréfsins fyrir brottför. Það er alfarið á ábyrgð farþegans að afla sér upplýsinga um og tryggja sér þau ferðaskilríki og áritanir sem þarf að hafa meðferðis fyrir það land sem ferðast er til. Áður en ferð hefst þarf að kanna hvort vegabréfsáritunar sé þörf eða annara skjala. Upplýsingar er að finna á heimasíðu Utanríkisráðuneytisins – sjá nánar hér: https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/ . Athuga þarf einnig hvort vegabréf sé í gildi nógu lengi því ákveðin lönd krefjast þess að vegabréf sé í gildi í allt að 6 mánuði frá þeim degi sem landið er yfirgefið. Alltaf skal ferðast með vegabréf, jafnvel þegar ferðast er innan Schengen svæðisins. Vegabréfið er eina alþjóðlega viðurkennda opinbera skilríkið til annarra landa. Íslenskir ríkisborgarar sem ferðast til Bandaríkjanna verða að fylla út ESTA umsókn en hægt er að smella á slóðina hér: https://esta.cbp.dhs.gov/ með að minnsta kosti þriggja daga fyrirvara.
AÐBÚNAÐUR Á ÁFANGASTAÐ
Niko ehf. ber ekki ábyrgð ef aðbúnaður og þjónusta gististaðanna er tímabundið ekki fyrir hendi, t.d. sökum bilana, lokunar á veitingastöðum eða viðgerða, t.d. ef sundlaug er lokuð vegna hreinsunar eða vegna endurnýjunar. Þótt misjafnlega sé staðið að þrifum á gististöðum ná þau oft á tíðum ekki að standa undir kröfum Íslendinga. Komi upp óánægja með þrif á vistarverum skal tafarlaust hafa samband við stjórnendur viðkomandi gististaðar eða fararstjóra á staðnum ef þeir eru til staðar. Í stúdíóum og íbúðum miðast eldhúsbúnaður við hámarks fjölda gesta. Gestir bera ábyrgð á eldhúsbúnaði ásamt öðrum húsbúnaði meðan þeir dvelja í íbúðum. Afföll og skemmdir skal gera upp við gististaðinn fyrir brottför.
INNRITUN Á GISTISTAÐ
Hin almenna starfsregla gististaða er að herbergi/íbúð er laus fyrir gesti á bilinu 14:00 – 17:00. Þegar herbergi/ eru ekki tilbúin, þegar gestir koma á gististað, er hægt í flestum tilfellum að fá farangur geymdan hjá starfsmönnum viðkomandi hótels án nokkurs kostnaðar. Þegar um hópaferðir er að ræða mun Niko ehf. láta viðkomandi hótel vita af áætluðum komutíma hópsins þannig að starfsfólk geti undirbúið innritun gesta með sem fljótvirkustum hætti.
SKYLDUR VIÐSKIPTAVINA
Ávallt skal fara að lögum og reglum í þeim löndum sem ferðast er til. Viðskiptavinir skulu hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þeirra aðila sem Niko ehf. skiptir við og taka tillit til samferðarmanna sinna. Brjóti farþegi af sér er Niko ehf. heimilt að senda viðkomandi heim á eigin kostnað, án endurkröfuréttar á hendur Niko ehf. Jafnframt er niko ehf. heimilt að neita einstaklingum um þjónustu liggi til þess ríkar ástæður. Farþegi ber ábyrgð á því tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni. Þeir sem ekki mæta á réttum tíma hvort sem er í flug eða aðrar ferðir hafa fyrirgert rétti sínum til bóta, verði hann af ferðinni af þeim sökum.
VERÐ, VERÐBREYTINGAR OG SKILMÁLAR
Uppgefin verð miðast við gengi GBP, USD, EUR eða annarra gjaldmiðla þar sem fyrrgreindir gjaldmiðlar eru ekki í notkun á þeim áfangstöðum sem ferðast er til. Verðbreytingar geta átt sér stað af hálfu Niko ehf. sem rekja má til eftirtaldra þátta; a) Flutningskostnaði, þar með talið eldsneytisverði b) Álögum, sköttum eða sérgreiðslum fyrir tiltekna þjónustu, t.d. lendingargjöld c) Gengisbreytingum d) Skilmálum og viðskiptareglum greiðslukorta Verðhækkanir/lækkanir: Niko ehf. áskilur sér rétt til að hækka/lækka verð ef forsendur útreikninga breytast verulega. Hafi ferð verið lækkuð getur hún því mögulega hækkað aftur ef forsendur breytast og öfugt. Að öðru leyti en hér greinir gilda lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilögun – 2018 nr. 95 25. júní – https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018095.html
SKILMÁLAR NIKO EHF UM PERSÓNUVERND OG MEÐFERÐ PERSÓNUUPPLÝSINGA
Með því að nota vefsíðu, vörur eða þjónustu Niko ehf. veitir þú samþykki þitt fyrir þessum skilmálum, sbr. 1. tl. 1. mgr. 8. gr. laga um persónuvernd nr. 77/2000 (lögin). Hugtök skulu hafa sömu merkingu í skilmálum þessum og þau hafa í lögunum. Í samþykki þínu felst að Niko ehf. safni og vinni persónuupplýsingar í samræmi við þessa skilmála, eða eftir því sem lög heimila hverju sinni. Persónuupplýsingum er eftir atvikum einnig safnað við bókanir, pantanir og greiðslu ferða. Tilgangur söfnunarinnar er að greiða fyrir bókhaldi, útsendingu reikninga og endurskoðun, útgáfu miða og sannreynslu greiðslukorta. Gögnin kunna að vera notuð til að auka öryggi við útlendingaeftirlit og tollgæslu ef þess er krafist samkvæmt lögum og við umsýslu, gæðaeftirlit, í markaðslegum tilgangi og í lagalegum tilgangi. Upplýsingar eru einnig notaðar í tengslum við fríðindi til viðskiptavina, við prófanir, viðhald, þjónustu við viðskiptavini og í tengslum við aðrar upplýsingar vegna ferðalaga.
Niko ehf. kann að nýta persónuupplýsingar við markaðssetningu, kynningarstarfsemi og markaðsgreiningar. Þegar þú skráir þig fyrir tilboðum eða kaupir þjónustu samþykkir þú að fá sent markaðsefni reglulega. Niko ehf. er heimilt að beina markaðssetningu að aðilum sem hafa samþykkt þessa skilmála, þrátt fyrir að þeir séu bannmerktir í Þjóðskrá. Viðskiptavinir geta þó ávallt afþakkað samskipti vegna markaðssetningar félagsins. Niko ehf. er þó ætíð heimilt að hafa samband við viðskiptavini sína vegna tiltekinna viðskipta, svo sem vegna áminninga um bókanir eða ferðir, jafnvel þótt þeir séu bannmerktir í Þjóðskrá og hafi afþakkað samskipti vegna markaðssetningar félagsins. Niko ehf. kann að fela samstarfsaðilum sínum aðgang að eða vinnslu persónuupplýsinga. Það er þó eingöngu heimilt séu málefnaleg eða lagaleg sjónarmið sem liggja því að baki. Jafnframt er Niko ehf. heimilt að halda utan um viðskiptamannaskrá og afhenda hana öðrum til frekari vinnslu, enda sé tryggt að farið sé með upplýsingarnar í samræmi við gildandi lög og reglur hverju sinni.
Ferðaskilmálar þessir gilda frá 1. janúar 2020 og munu verða uppfærðir á heimasíðu Niko ehf. – www.hotelbokanir.is eftir því sem breytingar eiga sér stað.