fbpx

Sumarferð til Húsavíkur, Mývatnssveitar og Þingeyjarsýslu

28. til 29. júní

Ferðaskrifstofa eldri borgara kynnir fyrstu innanlandsferðina á þessu ári en stefnt er að fleiri ferðum í sumar. Að þessu sinni verður flogið til Húsavíkur í einkaflugvél frá Flugfélaginu Ernir, gist 1 nótt á Foss Hótel Húsavík 4* og ferðast 2 heila daga um Þingeyjarsýslu.

Ferðatilhögun er sem hér segir:

28. júní: Flogið kl. 08:05 frá Rekjavíkurflugvelli og lent 50 mín. síðar á Húsavíkurflugvelli. Stigið er um borð í vandaða rútu frá Fjallasýn sem heldur áleiðis að Köldukinn þar sem samgöngusafnið Ystafelli verður heimsótt en það á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Því næst ekið um Fljótsheiði í gegnum Laugar í Reykjadal að Mývatni þar sem hádegisverður er snæddur. Þaðan ekið til Húsavíkur um Hólasand og komið þangað um miðjan dag. Innritun á Foss Hótel Húsavík 4* sem er afar glæsilegt hótel. Síðdegis verður farið í Sjóböðin en það er sérdeilis fallegur staður þar sem fólk getur baðað sig í ylvoglum jarðsjó, horft yfir skjálfanda og fengið sér drykk. Ef sjóböðin er ekið aftur á hótelið þar sem snæddur verður ljúffengur tveggja rétta kvöldverður.

29 júní: Morgunverður á hótelinu og síðan er haldið að höfninni þaðan sem farið verður í hvalaskoðun á vegum Gentle Giants. Þeir sem ekki treysta sér með fá sér kaffi á nærliggjandi kaffihúsi. Allir sem fara í hvalaskoðun fá sérstakan öryggisgalla til að klæðast meðan á þessari afar skemmtilegu ferð stendur en hún tekur 60 mín. Að hvalaskoðun lokinni verður stigið upp í rútu og haldið í austurátt. Fyrst verður stoppað við Hótel Skúlagarð þar sem borin verður fram kjötsúpa og kaffi. Því næst verður haldið að Dettifossi og stoppað þar í 1 klst. Ganga að fossinum frá bílastæði tekur um 15 mín. Eftir það haldið til norðurs að Hlljóðaklettum og loks komið við í Ásbyrgi. Þaðan er ekið á Húsavíkurflugvöll. Þaðan er brottför flugs til Rekjavíkur kl. 17:05 þar sem lent verður klukkustund síðar.

Verð kr. 89.900 á mann

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 9.900.

Innifalið:

  • Flug til og frá Húsavík með flugvallarsköttum.
  • Skoðunarferðir um Þingeyjarsýslu mánudag og þriðjudag undir leiðsögn.
  • Gisting á Foss Hótel Húsavík ásamt morgunverði og 2ja rétta kvöldverði.
  • Hádegisverðir á Mývatni og Hótel Skúlagarði.
  • Aðgangur að Sjóböðum á Húsavík og í hvalaskoðun ásamt öryggisfatnaði.
  • Aðgangur að bílasafninu Ystafelli og kaffisopi í Dalakofanum á Laugum í Reykjadal.

Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson.
Verð: kr. 89.900 á mann m.v. gistingu í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli: kr. 9.900.

Skráning fer fram hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara með því að senda nafn, kennitölu og símanúmer á netfangið hotel@hotelbokanir.is.