Hámenningarferðir til St. Pétursborgar
mars og nóvember
Hótelbókanir.is kynna með stolti einstakar menningarferðir til einnar fallegustu og stórbrotnustu borgar í Evrópu, St. Pétursborgar.
Borgin á sér langa og glæsilega sögu frá keisaratímanum þegar Romanov fjölskyldan var við völd. St. Pétursborg stendur á Kirjálaeiðinu við ósa árinnar Nevu þar sem hún rennur út í Finnska flóa í Norðvestur Rússlandi. Íbúar borgarinnar voru rúmlega fimm milljónir árið 2018.
Pétur mikli lagði hornstein að borginni árið 1703 og hugðist stofna stórborg að evrópskri fyrirmynd. St. Pétursborg var höfuðborg Rússlands frá 1712 fram yfir októberbyltinguna 1917. Í fyrri heimstyrjöldinni árið 1914 var borgin nefnd Petrograd á rússnesku sem er bein þýðing á Petersburg sem var nafn borgarinnar til þess tíma. Við andlát Vladimirs Leníns, 26. janúar 1924 var borgin nefnd Leníngrad honum til heiðurs. Í fyrstu lýðræðislegu kosningum til borgarstjóra árið 1991 völdu íbúar borgarinnar í atkvæðagreiðslu að nafni hennar yrði breytt til fyrra horfs – St. Pétursborg.
Miðbær borgarinnar er á heimsminjalista UNESCO. Þar á meðal er Vetrarhöllin. Nýbyggingin Lakhtamiðstöðin er hæsta bygging Evrópu (463 metrar). Yfir 200 söfn eru í borginni.
6 nætur – 7 dagar
fjöldi þátttakenda miðast við 25-35
Ferðatilhögun
Flogið með flugi Icelandair FI342 kl. 07.30 til Helsinki og lent þar kl. 13.00 að staðartíma. Eftir komu þangað verður ekið áleiðis til St. Pétursborgar en ferðin tekur um 5 klukkustundir. Stoppað verður á leiðinni og komið á áfangastað um kl. 21.00 að staðartíma. Innritun á eitt af luxus hótelum borgarinnar sem staðsett er við Nevsky breiðstrætið, eina helstu verslunargötu borgarinnar. Þar verður gist í 6 nætur og morgunverður er innifalinn.
Fyrir hádegi er heimsókn í Hermitage safnið undir íslenskri leiðsögn. Safnið er eitt hið þekktasta í heimi og um leið verðmætasta og hýsir m.a. 25 verk eftir hollenska listmálaran Rembrandt svo dæmi sé tekið. Ólýsanleg upplifun og myndirnar tala sínu máli. Safnið er í Vetrarhöllinni og nærliggjandi byggingum en höllin er eitt þekktasta kennileiti St. Pétúrsborgar. Eftir rúmlega 2ja klst. göngu um þetta gríðarlega safn er haldið aftur á hótelið og frjáls dagskrá fram á kvöld þar til haldið verður með rútu í litla fallega höll þar sem boðið verður uppá gómsætan kvöldverð ásamt drykkjum. Undir borðhaldi skemmta rússneskir listamenn gestum í um 2 klst. Kvöldverður og allir drykkir innifaldir i verði.
Fyrir hádegi er farð í Katrínarhöllina í Pushkin en aksturinn þangað tekur um 45 mín. Í sumarhöll Katrínar er safn tileinkað Romanov fjölskyldunni og í höllinni er hið fræga „Amber” herbergi sem eitt af fjölmörgum íburðarmiklum herbergjum hallarinnar. Ólýsanleg upplifun að ganga þarna í gegn ásamt leiðsögumanni okkar þar sem sagan er útskýrð og spurningum svarað. Um kvöldið er haldið áleiðis í eitt af óperuhúsum borgarinnar þar sem horft verður á uppfærslu á þekktri óperu. Nánari upplýsingar fylgja síðar þegar endanleg dagskrá liggur fyrir.
Um morguninn er haldið í Yusopov höllina og hún skoðuð ásamt safninu sem þar er. Margt mjög merkilegra hluta þarna inni og ekki síst einkaleikhús Yusopov fjölskyldunnar sem tekur um 150 manns í sæti. Þá er hægt að kynna sér sýningu sem tileinkuð er dauða Rasputins sem var myrtur í einu af herbergjum hallarinnar árið 1916. Eftir heimsóknina er snæddur 2ja rétta hádegisverður um miðjan dag á fallegum veitingastað nálægt hótelinu. Um kvöldið er haldið í Philharmóníuna í St. Pétursborg og sest í stóra salinn sem kenndur er við Dmitry Shostakovich og hlýtt þar á tónleika sem hefjast kl. 20.00. Nánari upplýsingar fylgja síðar þegar endanleg dagskrá liggur fyrir.
Fyrir hádegi er ekið um borgina og nokkrir áhugaverðir staðir barðir augum, þ.mt. Blóðkirkjan. Þar næst er haldið í Faberge safnið sem er eitt af merkilegustu söfnunum í borginni. Þar er m.a. hægt að sjá 15 af þeim 54 eggjum sem gullsmiðurinn Carl Faberge hannaði fyrir rússnesku keisarahjónin og þau gáfu hvort öðru á Páskum síðustu árin fyrir rússneksu byltinguna. Margt annarra glæsilegra listmuna og sjón er sögu ríkari. Heimsókn á safnið lýkur rétt eftir hádegi og þá er frjáls dagskrá til að skoða sig um og heimsækja verlsanir og veitingahús. Um kvöldið er farið á ballet sýningu í einu af óperu- og ballethúsum borgarinnar. Nánari upplýsingar fylgja þegar endanleg dagskrá liggur fyrir.
Lagt af stað frá hótelinu í hádegi og haldið á Belmond Grand Hotel skammt frá dvalarstað hópsins. Þar verðu farið í einn glæsilegasta „brunch” sem sögur fara af. Framúrskarandi hlaðborð alls kyns rétta þ.m.t. kaviar og fljótandi drykkir og allt innifalið í verði ferðarinnar. Borðhaldið tekur um 3 klst. og á meðan er hlýtt á tóna frá frábærri jazzhljómsveit. Mikil stemning og ógleymanlegur málsverður sem enginn ætti að missa af. Komið til baka á hótel síðdegis og frjáls dagskrá það sem eftir lifir dagsins.
Lagt af stað frá hóteli kl. 05.45 á Finlandsky lestarstöðina. Hraðlestin Allegro leggur af stað til Helsinki kl. 06.40 og tekur ferðin um þrjár og hálfa klukkustund. Þegar til Helsinki er komið verður farið í stutta skoðunarferð um borgina áður en ekið er út á flugvöll. Kl. 14.00 er brottför flugs Icelandair FI343 sem lendir í Keflavík kl. 15.45.
Innifalið í ferðapakka:
- Flug, flugvallarskattar og bókunargjald
- Félagar í Vildarklúbbi Icelandair fá punkta fyrir flugið og hægt verður að greiða hluta fargjaldsins með punktum/gjafabréfi
- Rútuakstur frá Helsinki til St. Pétursborgar og þar í borg eftir þörfum
- Gisting í 6 nætur á luxus hóteli í miðborginni með morgunverði
- 2 stórveislur
- hádegisverður
- Aðgangseyrir að 4 söfnum
- Aðgangseyrir að 3 listviðburðum skv. ferðalýsingu
- Hraðlest frá St. Pétursborg til Helsinki á brottfarardegi
- Skoðunarferð í Helsinki á brottfarardegi og rútuakstur að flugvelli
- Íslensk fararstjórn og mest öll leiðsögn fer fram á íslensku