fbpx

Sérferð eldri borgara til Costa Blanca
Ciudad Quesada /Alicante
10.-24. október 2022

Ferðaskrifstofa eldri borgara gengst fyrir 2ja vikna sérferð fyrir eldri borgara til Costa Blanca dagana 10.-24. október  Flogið verður í beinu dagflugi með Icelandair til Alicante flugvallar og dvalið í afar glæsilegum og vel útbúnum íbúðum á íbúðahótelinu Helgafelli í bænum Ciudad Quesada sem er í 30 mín akstursfjarlægð suður af Alicante flugvelli.  Íslenskur fararstjóri verður með allan tímann og ferðast með hópnum báðar leiðir.

Íbúðirnar í Ciudad Quesada hverfinu í Rojales eru ýmist á jarðhæð eða á 2. hæð (lyfta er í öllum húsum), ýmist 2ja eða 3ja herbergja með 2 snyrtilegum baðherbergjum með rúmgóðum sturtuklefum.  Auk þess eru þær með fullbúnu eldhúsi, sjónvarpi (margar rásir og m.a. RUV), ísskáp m/frysti, örbylgjuofni, brauðrist, uppþvottavél, ókeypis Wifi-tengingu ásamt góðum rúmum (hjónarúm og tvískipt rúm) og þvottaaðstöðu. Verönd er beint út úr stofu þar sem borðstofuborð fylgir ásamt stólum og sólbekkjum. Sameiginlegur afgirtur garður liggur að öllum íbúðum ásamt afnotum af myndarlegri sundlaug sem stendur gestum til boða frá morgni til kvölds. Hótel Helgafell er staðsett í fallegu og snyrtilegu umhverfi þar sem stuttur gangur er að verslunum og veitingahúsum með mjög fjölbreyttu úrvali. Einnig býður Hótel Helgafell uppá bílaleigu sem eykur á þægindin þar sem samningar um afhendingu og greiðslu fara fram á staðnum í gegnum íslenskan hótelstjóra. Afgirt bílastæði með rafstýrðu öryggishliði  fylgir aðgangi að öllum byggingum á svæðinu.  Golfvellir eru í nágrenni Ciudad Quesada fyrir þá sem vilja grípa í kylfurnar af og til en helstu vellirnir eru La Finca og La Marquesa, báðir í 5-15 mín. akstursfjarlægð.  Fjöldi golfvalla eru staðsettir innan 30 mín. akstursleiðar frá Helgafelli fyrir þá sem vilja auka á fjölbreytnina. U.þ.b. 25 mín. akstur er í stærstu verslunarmiðstöðina á Costa Blanca, La Zenia Boulevard.

Verð frá kr. 239.000 á mann

Innifalið:
Beint flug Icelandair og flugvallarskattar og leyfilegur farangur 23 kg taska
Gisting á Hótel Helgafelli í tveggja eða þriggja herbergja íbúð í 14 nætur *
  (tegund íbúðar ræðst af bókunarstöðu hverju sinni)
Þrif á íbúð við brottför
Rútuakstur til og frá flugvelli að Hótel Helgafelli
• Móttaka gesta við komu  á hótelið og yfirferð á öllum notkunarreglum íbúða
• Íslensk fararstjórn og umsjón íbúða af íslenskum hótelstjóra

Verð frá kr. 239.000 á mann m.v. 4 í íbúð í 14 nætur.
Verð frá kr. 299.000 á mann m.v. 2 í íbúð í 14 nætur.

Fararstjóri: Friðrik Brekkan

Bílaleiga: Verð á nýjum bílaleigubílum er frá €60 á dag og fer eftir tegundum og framboði.  Bílar eru afhentir á staðnum og þeim skilað á sama stað – mjög þægilegt. Innifalið er ótakmarkaður akstur innan Spánar.  Ath. takmarkað framboð er af bílum.

Golf: Við höfum samið við David A. Jiménez golfkennara sem starfað hefur m.a. á Íslandi, um kennslu fyrir byrjendur og lengra komna hjá    Einnig tekur David að sér að bóka golf á nærliggjandi völlum á afar hagstæðum vallargjöldum.

Fleira er í boði eins og golfbílar og kerrur auk fjölbreyttra kennslumöguleika.  Sendið okkur fyrirspurn á hotel@hotelbokanir.is og við svörum samdægurs.

Við skráningu mun ferðaskrifstofan innheimta 50.000 kr. staðfestingargjald sem greitt er í gegnum heimabanka. Einnig er hægt að hringja til okkar á skrifstofutíma í síma 783-9300 / 783-9301 og skrá sig í gegnum síma eða senda okkur fyrirspurnir á netfangið hotel@hotelbokanir.is. Fyrirspurnum er svarað samdægurs á skrifstofutíma.