Spánarferðir til Costa Blanca

Vikulegar ferðir til Costa Blanca
frá 2. október til 14. nóvember 2020

Ferðaskrifstofa eldri borgara gengst í samstarfi við Spánarheimili fyrir vikulegum ferðum til Costa Blanca frá 2. október til 14. nóvember. Flogið verður í beinu flugi til Alicante og dvalið í glæsilegum 3ja herbergja íbúðum. á Torreviejasvæðinu sem staðsettar eru mjög miðsvæðis eða við hlið Zenia Boulevard verslunarmiðstöðvarinnar í La Zenia hverfinu. Hægt verður að bóka 1 viku eða fleiri og allt að 4 geta deilt íbúð saman.

Allar íbúðir eru á jarðhæð (þarf ekki að ganga upp neinar tröppur) og með fullbúnu eldhúsi, sjónvarpi, Wifi-tengingu, þvottavél og þurrkara ásamt 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og þvottahúsi. Sérinngangur er í allar íbúðir og verönd beint úr stofu þar sem stólar og sólbekkir fylgja. Sameiginlegur afgirtur garður liggur að öllum íbúðum ásamt afnotum af sundlaug sem stendur gestum til boða. Boðið er uppá skoðunarferð til Cartagena í samstarfi við Íslendingafélagið á Costa Blanca og er ein ferð pr. mann innifalin í verðinu. Gísli Jafetsson verður staðar umsjónarmaður ferðanna og tekur á móti hópum á flugvellinum og verður ferðalöngum innan handar meðan á dvölinni stendur. Þá verður Setrið, samkomustaður Íslendingafélagsins opið ferðalöngum til afþreyingar en þar er einhver dagskrá nánast alla daga vikunnar. Þeir sem vilja fara í golf geta valið úr fjölda valla sem allir eru í nálægð við gististaðinn og aldrei lengur en í 10 mín. akstursfjarlægð. Hægt er að ferðast með golfsett gegn aukagjaldi en einnig er hægt að leigja sér sett á hagstæðu verði.

Samstarfsaðili er Spánarheimili sem hefur aðsetur nálægt þeim íbúðunum sem gist verður í og munu þeir og bjóða upp á kynningarkvöld þar sem farið verður yfir kosti og galla þess fyrir eldri borgara að eiga langtima eða skammtíma búsetu á Spáni.

Áætlaðar brottfarir haustið 2020

Allar brottfarir eru háðar núverandi flugáætlun sem kann að breytast

Verð frá 125.000 á mann miðað við viku dvöl

Sendið okkur fyrirspurn um kostnað vegna lengri dvalar í 2 eða 3 vikur