fbpx

Þegar komið er til Tallin með ferju frá Helsinki tekur aðeins 5 mín. að aka með leigubíl að þessu vel staðsetta hóteli sem er hið glæsilegasta og stendur fyllilega undir 4 stjörnum í einkunagjöf. Góður og fjölbreyttur morgunverður, auðvelt að panta sér snack-rétti á barnum sem opinn er frameftir og auk þess mjög góður veitingastaður í andyri við gestamóttöku. Rúmgóð herbergi, minibar og frítt internet gera dvölina enn þægilegri. Staðsetningin er aðeins í 5 mín. göngufæri frá „gamla bænum“ þar sem fjöldi veitingastaða og verslana umlykja þennan sérstaka bæ sem á sér langa sögu. Hægt er að fara í stuttar skoðunarferð á vegum Hótelbókana.is ef pantað er með fyrirvara en við eigum samstarf við reyndan leiðsögumann í borginni. Ef ferðast er með flugi til Tallin tekur aksturinn um 20 mín. frá flugvelli. Verðlag er mun lægra í Eistlandi en á Norðurlöndum enda mun það koma flestum þeim sem landið heimsækja á óvart.