fbpx

Mjög notalegt 4* hótel í miðbæ Palermo sem býður uppá öll helstu þægindi sem hótelgestir geta hugsað sér. Úti sundlaug með veitingastað utan- sem innandayra, bar inn af gestamóttöku og þjónustað utandyra. Flest herbergi snúa að hafi með góðu útsýni frá hotelinu þaðan sem stutt ganga er í gamla miðbæinn í Palermo. Þjónusta og matur til fyrirmyndar og glæsilegur morgunverður sem og herbergi. Ferðalag frá flugvelli að hóteli tekur um 25 mín. með leigubíl.