Afar glæsileg hótel í Washington D.C. rétt við borgarjaðarinn sem skilur að Georgetown og höfuðborgina þar sem Pennsylvania Avenue byrjar. Frá hótelinu eru aðeins 1600 m að Hvíta Húsinu og þægilegur gangur að einu helsta kennileiti veraldar. Georgetown er bær fullur af mannlífi, veitingastöðum og verslunum og þarf ekki að ferðast með leigubílum þangað. Einnig er stutt að Georgetown Waterfront Park þaðan sem hægt er að horfa í áttina að Kennedy Center og yfir til Virginíu. Hótelið býr yfir stórum og rúmgóðum herbergjum og flokkar sig undir 5 stjörnum. Undir það er hægt að taka. Bar í andyri og hægt að tylla sér út fyrir með drykki eða mat og virða fyrir sér mannlíf og umferð um Pennsylvaníu breiðstrætið. Morgunverður er al-a-carte og kostar frá $20 á mann. Auðveldast er að ferðast með leigubíl frá Washington Dulles flugvelli og tekur ferðalagið 35-40 mín. og kostar $60-70.