Með Norrænu til Færeyja

Sérferð fyrir eldri borgara 21. til 27. apríl 2021

Ferðatilhögun

Mæting á hjá bílastæði N1 við Ártúnshöfða kl. 06.30 og brottför þaðan kl. 06:45, Reykjavík-Seyðisfjörður.  Ekið verður með nýtísku rútbifreið (m.a. útbúin klósetti) norður leiðina og fyrsta stop í Staðarskála. Næsta stop verður í Varmahlíð og komið til Akureyrar um kl. 12.00 þar sem hópurinn snæðir hádegismat á Greifanum við Glerárgötu.  Næst er stoppað á Skútustöðum og þar næst á Skjöldólfsstöðum  í Jökuldal þar sem við þiggjum kaffi og vöfflur. Þaðan er svo ekið til Seyðisfjarðar og komið þangað fyrir kl. 18.00. Farþegar stíga úr rútu og um borð í ferjuna Norrönu.  Kvöldverðarhlaðborð hefst fljótlega eftir að komið er um borð og ferjan siglir svo kl. 20.00 áleiðis til Þórshafnar.  Áætlaður siglingartími er 18 klst.

Norræna kemur til hafnar í Þórshöfn um kl. 15.00 og þaðan verður ekið beint að hótelum og farþegar innritaðir á herbergi.  Frjáls dagksrá til að skoða sig um í Þórshöfn.  Gist er á hinu nýja glæsilega Hotel Brandan sem opnaði í júní 2020.  Kvöldverður er á hótelinu og hefst kl. 19.00. Tímamismunur á Íslandi og Færeyjum er +1 klst.

Kl. 10.00 er lagt af stað til Eiði og þaðan Gjugv framhjá Slattartind sem er hæsta fjall Færeyja.  Þar er möguleiki á hádegisverði. Komið á hótel um kl. 14.00. Kl. 15.00 verður boð og kynning hjá ræðismanni Íslands í Færeyjum en skrifstofan er í göngufæri við Hotel Hafnia. Kvöldverður á Hafnia kl. 19.00

 

Kl. 10.00 er lagt af stað frá hóteli og ekið áleiðis til Klakksvíkur sem er næst fjölmennasti bær í Færeyjum.  Hádegissnarl á eigin vegum og síðan ekið til baka um Austurey og komið við í Fuglafirði.  Þaðan er ekið yfir Straumey og yfir á Vogey að Gásadal þar sem er fámennasta byggðin í Færeyjum með aðeins 15 manns.  Á leiðinni til baka er ekið í gegnum Sørvág og Sandvág og áætluð koma til baka á hótel kl 17.00.  Kvöldverður á hótelinu kl. 19.00.

Lagt af stað kl. 11.00 og ekið til Kirkjubæjar, eins merkasta staðar í Færeyjum og fræðst um sögu staðarins. Síðan ekið til baka með viðkomu í Norðurlandahúsinu þar sem hægt verður að fá sér kaffiveitingar. Eftir það skoðun á Listasafni Færeyja.  Eftir það verður ekið um Þórshöfn og stoppað á útsýnisstöðum en ferðinni lýkur um kl. 16.00. Kvöldverður kl. 19 á hótelinu.

Brottför frá Hótel Brandan rétt fyrir hádegi (fararstjóri mun staðfesta tímann nánar) og þaðan að höfninni þar sem gengið verður um borð í Norrönu eigi síðar en kl. 13.00.  Norröna heldur svo af stað áleiðis til Seyðisfjarðar kl. 14.00. Morguninn er frjáls í Þórshöfn.  Kvöldverðarhlaðborð um borð í Norrönu frá kl. 17.45.

Morgunverður um borð í Norrönu og komið til Seyðisfjarðar kl. 09.00.  Þaðan er svo ekið til Reykjavíkur suðurleiðina. Stoppað á leiðinni (á Djúpavogi eða á Hala í Suðursveit) til að fá sér hressingu. Næst er stoppað á Freysnesi (Skaftafelli) eða á Kirkjubæjarklaustri og seinasta stoppið verður í Vík. Áætluð koma til Reykjavíkur um kl. 21.00.

Ferðin er ætluð eldri borgurum víðsvegar af landinu. Fararstjóri er Sigurður K. Kolbeinsson sem annast hefur fararstjórn fjölmargra hópa þ.m.t. til Kaupmannahafnar, Færeyja, Stokkhólms, St. Pétursborgar og Washington.

Verð: kr. 194.500 á mann

Innifalið: Allar rútuferðir skv. ferðalýsingu og gisting í 2ja manna káetum um borð í Norrænu báðar leiðir ásamt morgunverði. Hádegisverður á leið til Seyðisfjarðar og kvöldverður á leið til Færeyja. Gisting á Hótel Brandan 4* í Þórshöfn ásamt morgunverði alla daga. 2ja rétta kvöldverður fimmtudag til sunnudags. Íslensk fararstjórn allan tímann. Máltíðir á leið til baka eru ekki innifaldar sem og alla drykki þarf að staðgreiða.

Skráning í ferðina fer fram með því að smella hér og senda okkur tölvupóst með nafni, síma og kennitölu.  Einnig er hægt að hafa samband við Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301. Öllum fyrirspurnum um ferðina er svarað samdægurs.

Við skráningu þarf að greiða 76.500 kr. staðfestingargjald sem er óafturkræft nema ferðinni verði aflýst vegna þátttökuleysis. Innleggsreikningur er: 0586-26-6855, kt. 590110-1750.  Vinsamlegast sendið greiðslustaðfestingar á netfangið hotel@hotelbokanir.is  Eftirstöðvar, kr. 110.000 þarf að gera upp 60 dögum fyrir brottför.  Hægt er að greiða með peningum eða kreditkorti.