fbpx

Með Norrænu til Færeyja

Sérferð fyrir eldri borgara 29. september til 5. október 2021

Ferðatilhögun

Mæting á hjá bílastæði N1 við Ártúnshöfða kl. 06.30 og brottför þaðan kl. 06:45, Reykjavík-Seyðisfjörður.  Ekið verður með nýtísku rútbifreið (m.a. útbúin klósetti) norður leiðina og fyrsta stop í Staðarskála. Næsta stop verður í Varmahlíð og komið til Akureyrar um kl. 12.00 þar sem hópurinn snæðir hádegismat á Greifanum við Glerárgötu. Næst er stoppað á Skútustöðum og þar næst á Skjöldólfsstöðum  í Jökuldal þar sem við þiggjum kaffi og vöfflur. Þaðan er svo ekið til Seyðisfjarðar og komið þangað fyrir kl. 19.00. Farþegar stíga úr rútu og um borð í ferjuna Norrænu.  Kvöldverðarhlaðborð hefst fljótlega eftir að komið er um borð og ferjan siglir svo kl. 20.00 áleiðis til Þórshafnar.  Áætlaður siglingartími er 18 klst.

Norræna kemur til hafnar í Þórshöfn um kl. 15.00 og þaðan verður ekið beint að hóteli og farþegar innritaðir á herbergi.  Frjáls dagksrá til að skoða sig um í Þórshöfn.  Gist er á hinu nýja glæsilega Hotel Brandan sem opnaði í júní 2020.  Kvöldverður er á hótelinu og hefst kl. 19.00. Tímamismunur á Íslandi og Færeyjum er +1 klst.

Kl. 10.00 er lagt af stað til Eiði og þaðan Gjugv framhjá Slattartind sem er hæsta fjall Færeyja. Þar er möguleiki á hádegisverði. Komið á hótel um kl. 14.00. Kl. 15.00 er hópurinn í gönguferð um miðbæ Þórshafnar ásamt fararstjóra.  Gengið er um höfnina
að Tinganes, helsta sögustað Þórshafnar þar sem ríkisstjórn Færeyja hefur m.a. aðsetur.  Kvöldverður á Hótel Brandan kl. 19.00.

Kl. 10.00 er lagt af stað frá hóteli og ekið áleiðis til Klakksvíkur sem er næst fjölmennasti bær í Færeyjum.  Hádegissnarl á eigin vegum og síðan ekið til baka um Austurey og komið við í Fuglafirði.  Þaðan er ekið yfir Straumey og yfir á Vogey að Gásadal þar sem er fámennasta byggðin í Færeyjum með aðeins 15 manns.  Á leiðinni til baka er ekið í gegnum Sørvág og Sandvág og áætluð koma til baka á hótel kl 17.00.  Kvöldverður á hótelinu kl. 19.00.

Lagt af stað kl. 11.00 og ekið til Kirkjubæjar, eins merkasta staðar í Færeyjum og fræðst um sögu staðarins. Síðan ekið til baka með viðkomu í Norðurlandahúsinu þar sem hægt verður að fá sér hádegissnarl eða kaffiveitingar. Eftir það verður ekið um Þórshöfn og stoppað á útsýnisstöðum en ferðinni lýkur um kl. 16.00. Kvöldverður kl. 19 á hótelinu.

Brottför frá Hótel Brandan rétt fyrir hádegi (fararstjóri mun staðfesta tímann nánar) og þaðan að höfninni þar sem gengið verður um borð í Norrænu eigi síðar en kl. 13.00. Norræna heldur svo af stað áleiðis til Seyðisfjarðar kl. 14.00. Morguninn er frjáls í Þórshöfn.  Kvöldverðarhlaðborð um borð í Norrönu frá kl. 17.45.

Morgunverður um borð í Norrænu og komið til Seyðisfjarðar kl. 09.00.  Þaðan er svo ekið til Reykjavíkur suðurleiðina. Stoppað á leiðinni (á Djúpavogi eða á Hala í Suðursveit) til að fá sér hressingu. Næst er stoppað á Freysnesi (Skaftafelli) eða á Kirkjubæjarklaustri og seinasta stoppið verður í Vík. Áætluð koma til Reykjavíkur um kl. 21.30.

Ferðin er ætluð eldri borgurum víðsvegar af landinu. Íslensk fararstjórn frá upphafi ferðar.

Verð: kr. 194.500 á mann

Innifalið: Allar rútuferðir skv. ferðalýsingu og gisting í 2ja manna káetum um borð í Norrænu báðar leiðir ásamt morgunverði. Hádegisverður á leið til Seyðisfjarðar og kvöldverður á leið til Færeyja. Gisting á Hótel Brandan 4* í Þórshöfn ásamt morgunverði alla daga. 2ja rétta kvöldverður fimmtudag til sunnudags. Íslensk fararstjórn allan tímann. Máltíðir á leið til baka eru ekki innifaldar sem og alla drykki þarf að staðgreiða.

Skráning í ferðina fer fram með því að smella hér og senda okkur tölvupóst með nafni, síma og kennitölu.  Einnig er hægt að hafa samband við Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301. Öllum fyrirspurnum um ferðina er svarað samdægurs.

Við skráningu þarf að greiða 84.500 kr. staðfestingargjald sem er óafturkræft nema ferðinni verði aflýst vegna þátttökuleysis. Innleggsreikningur er: 0586-26-6855, kt. 590110-1750.  Vinsamlegast sendið greiðslustaðfestingar á netfangið hotel@hotelbokanir.is  Eftirstöðvar, kr. 110.000 þarf að gera upp 60 dögum fyrir brottför.  Hægt er að greiða með peningum eða kreditkorti.