Sérferð fyrir eldri borgara með Guðna Ágústssyni
9. til 13. ágúst 2021
Ferðatilhögun
Flogið með Atlantic Airways frá Keflavík kl. 10.20 og lent á flugvellinum í Vogey í Færeyjum kl. 12.45 að staðartíma. Flogið er með nýlegum og þægilegum þotum af gerðinni Airbus A321 sem skila farþegum upp að nýlegri og gæsilegri flugstöð í Vaagar. Um kl. 13.30 er lagt af stað í stutta skoðunarferð til Gásadals þar sem er fámennasta byggðin í Færeyjum með aðeins 15 manns. Á leiðinni til baka er ekið í gegnum Sørvág og Sandvág og áætluð koma til Þórshafnar er um kl. 15.30. Innritun á Hotel Brandan skömmu síðar þar sem gist verður í 4 nætur. Hótelið er glænýtt 4* hótel í Þórshöfn. Kvöldverður á hótelinu kl. 19.00 (18.00) en tímamismunur á Íslandi og Færeyjum er +1 klst.
Kl. 10.00 er lagt af stað frá hóteli og ekið áleiðis til Klakksvíkur sem er næst fjölmennasti bær í Færeyjum. Hádegissnarl á eigin vegum og síðan ekið til baka um Austurey og á leiðinni er komið við í Fuglafirði. Á leið til Klakksvíkur verður ekið í gegnum nýju göngin til Rúnavíkur sem opnuðu á síðasta ári en í bakaleiðinni verður ekið gömlu leiðina og þannig einskonar hringferð um þessar fallegu eyjar sem eykur á ánægju farþega. Áætluð koma til baka á hótel kl 16.00. Kvöldverður á hótelinu kl. 19.00.
Frjáls dagur til að skoða sig um í Þórshöfn, miðbæinn, verslunarmiðstöðina SMS og höfnina en þar er jafnan mikið líf. Kl. 15.00 safnast hópurinn saman við höfnina og fer ásamt fararstjóra í gönguferð um Tinganes, helsta sögustað Þórshafnar þar sem rikisstjórn Færeyja hefur m.a. aðsetur. Eftir göngutúrinn er hægt að fá sér kaffi á kaffihúsi eða kvöldverð á þeim fjölmörgu veitingastöðum sem í boði eru í Þórshöfn.
Lagt af stað kl. 11.00 og ekið til Kirkjubæjar, eins merkasta staðar í Færeyjum. Síðan ekið til baka með viðkomu í Norðurlandahúsinu þar sem hægt verður að fá sér hádegissnarl eða kaffiveitingar. Eftir það verður ekið um Þórshöfn og stoppað á útsýnisstöðum en ferðinni lýkur um kl. 15.30. Kvöldverður kl. 19 á hótelinu.
Lagt af stað frá hóteli kl. 08.45 á flugvöllinn. Innritun í flug Atlantic Airways með brottför kl. 10.45 og lent í Keflavík kl. 11.15.
Verð: kr. 189.900 á mann miðað við gistingu í 2ja manna herbergi*
Innifalið: Flug og flugvallarskattar, gisting á Hotel Brandan 4* í 4 nætur m/morgunverði og 2ja rétta kvöldverði 3 kvöld af 4 ásamt íslenskri fararstjórn og leiðsögn. Allur rútuakstur í skoðunaerferðir auk aksturs til og frá flugvelli við Vaagar. Aukagjald vegna gistingar í eins manns herbergi er kr. 39.500.
Guðni Ágústsson fer með gamanmál alla dagana.
Fararstjóri er Sigurður K. Kolbeinsson.
Skráning í ferðina fer fram með því að smella hér og senda okkur tölvupóst með nafni, síma og kennitölu. Einnig er hægt að hafa samband við Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301. Öllum fyrirspurnum um ferðina er svarað samdægurs.
Við skráningu þarf að greiða 79.900 kr. staðfestingargjald – sjá skilmála okkar hér. Innleggsreikningur er: 0586-26-6855, kt. 590110-1750. Vinsamlegast sendið greiðslustaðfestingar á netfangið hotel@hotelbokanir.is Eftirstöðvar, kr. 110.000 þarf að gera upp 45 dögum fyrir brottför. Hægt er að greiða með peningum eða kreditkorti.