fbpx

Eitt af glæsilegustu hótelum I Helsinki og á sér langa sögu.  Mjög persónuleg þjónusta og einkunagjöf okkar er 5 stjörnur alla leið.  Stór herbergi, þægileg rúm, öll þjónusta, 2 veitingastaðir og bar sem er opinn frameftir. Meiriháttar morgunverðarhlaðborð innifalið í verði.  Hægt að tylla sér út fyrir á „Esplenaden“ þar sem hótelið er staðsett í hjarta Helsinki þaðan sem hægt er að ganga að höfninni á örfáum mínútum.  Vart hægt að hugsa sér betra hótel til að gista á – algerlega fyrsta flokks. Fljótlegasta leiðin frá flugvellinum í Helsinki er með leigubíl sem kostar EUR 40-50.