fbpx

Eitt af glæsilegustu hótelum í Noregi sem á sér langa sögu. Staðsett í hjarta Osló borgar við hlið þinghússins (Stortinget) og mjög nálægt norsku konungshöllinni. Fjöldi verslana og veitingastaða hægri vinstri. Glæsileg setustofa ásamt bar og veitingastaðnum Palmen gerir vistina á Grand Hotel notalega. Þá er Grand Café við hliðina þar sem morgunverður er í boði daglega og síðan opið fram á kvöld fyrir hádegis- eða kvöldverð og síðdegiskaffi þess á milli. Á 8. hæð hótelsins er „coshy“ bar með svölum þaðan sem útsýni er yfir garðinn milli Karl Johans gate og Stortingsgata. Þá er sundlaug og heilsulind á efstu hæð þar sem hótelgestir geta bókað tíma vissan hluta úr degi. Eitt af bestu hóelum í Noregi. Fyrir okkur er þetta 5 stjörnu hótel alla leið. Fljótlegast er að ferðast frá Oslo Gardermoen með Flytoget (hraðlest) á 19 mín. frá flugstöðinni að Sentral Station. Þaðan er hægt að taka leigubíl að Grand Hotel á innan við 10 mín. sem kostar NOK 150.