fbpx

Grænland – Narsarsuaq
UPPSELT

18. til 21. september

Nú í haust býðst einstakt tækifæri til að skoða suður Grænland í ferð með Ferðaskrifstofu eldri borgara. Flogið verður með Icelandair í beinu flugi til Narsarsuaq eða “stóru sléttunnar” sem áður var ein helsta þungamiðja byggðar í eystribyggð Grænlendinga hinna fornu, enda Brattahlíð, bær Eiríks rauða, rétt hjá. Þar stendur í dag bærinn Quassiarsuk.
Boðið verður upp á 3ja nátta / 4 daga ferð með hálfs- og heildags skoðunarferðum. Gist verður á Hotel Narsarsuaq í tveggja manna herbergjum.

18. september: Brottför frá Reykjavíkurflugvelli kl.11:20 og lent í Narsarsuaq kl. 12:00 að staðartíma. Ekið að hótelinu þar sem innritun fer fram.  Kl. 14:00 verður lagt af stað í ferð til Qassiarsuk þar sem áður var bær Eiríks rauða, Brattahlíð. Um 15 mínútur tekur að sigla yfir fjörðinn. Komið aftur á hótel kl.17:00. Kvöldverður á hóteli kl. 19.00.

19. september: Morgunverður á hóteli og síðan lagt af stað kl. 09:00 í dagsferð til Igaliku, en það er bær með um 50 íbúa og stendur á sama stað og höfuðból og biskupsetur Grænlendinga hinna fornu sem nefnt var Garðar. Siglt er í gegnum Eiríksfjörð frá Narsarsuaq. Hádegisverður innifalinn. Komið aftur á hótel kl. 17:00. Kvöldverður á hóteli kl. 19:00.

20. september: Morgunverður á hóteli og síðan lagt af stað kl. 09:00 í dagsferð til Narsaq með hádegisverði. Narsaq er bær með um 1500 íbúa og stendur á tanga sem aðskilur Tunnulliarfik fjörð (Eiríksfjörð) og nyrðri Sermilik-fjörð (Bredefjord). Komið aftur á hótel kl. 17:00. Kvöldverður á hóteli kl. 19:00.

21. september: Morgunverður á hóteli. Ekið verður um Narsarsuaq bæinn og farið í ferð im Qooroq Icefjord og tekur siglingin um eina og hálfa klukkustund. Boðið upp á hressingu. Qooroq jökullinn er í nálægð við Narsarsuaq þar sem ísjakar fljóta um í firðinum. Ekið á flugvöll og er brottför Narsarsuaq kl. 12:45 og lent á Reykjavíkurflugvelli kl. 17:10.

Verð kr. 269.900 á mann

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 24.900.

Innifalið:

  • Flug og flugvallarskattar.
  • Morgunverður og 2ja rétta kvöldverður alla daga.
  • Allur akstur, dagsferðir og hressing skv. leiðarlýsingu.
  • Fararstjóri er Friðrik Brekkan.

Verð: Kr. 269.900 á mann m.v. gistingu í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli: kr. 24.900.

Skráning fer fram hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara með því að senda nafn, kennitölu og símanúmer á netfangið hotel@hotelbokanir.is.
Við skráningu þarf að greiða 69.900 kr. staðfestingargjald.
Einnig er hægt að hringja til okkar á skrifstofutíma í síma 783-9300 / 783-9301