fbpx

Edinborg
fegursta borg í Skotlandi

24. til 28. apríl 2022

Ferðaskrifstofa eldri borgara býður viðskiptavinum sínum í fyrstu ferð okkar til Edinborgar en borgin er af mörgum talin fegurst allra borga í Skotlandi.

Gist verður á hinu glæsilega Apex Waterloo Palace Hotel sem er staðsett í hjarta miðborgarinnar, nálægt gamla bænum “Old Town” og næsta gata við Princess Street sem er einskonar hlið inn í gamla bæinn þar sem mikið mannlíf á sér stað.

Boðið verður upp á 4ja nátta / 5 daga ferð með glæsilegum skoðunarferðum og kvöldverði öll kvöld.

24. apríl: Brottför kl. 0735 með flugi Icelandair FI430 til Glasgow og lent þar kl. 1050 að staðartíma. Síðan er ekið beint til Edinborgar þar sem innritun fer fram á Apex Waterloo. Frjáls dagskrá er fyrsta daginn en kvöldverður er snæddur á hótelinu kl. 19.00.

25. apríl: Eftir morgunverð á Apex Waterloo er lagt af stað með rútu í stutta bæjarferð og þaðan ekið að Edinborgarkastala þar sem þessi sögufrægi kastali er skoðaður. Skoskur leiðsögumaður fylgir hópnum. Um kvöldið verður farið á “Spirit of Scotland Show” þar sem borinn er fram 4 rétta kvöldverður (The Ceremony of the Haggis) og uplifuð hefðbundin skosk tónlist og dans. Innifalið er 1 drykkur á mann.Ekið með rútu báðar leiðir.

26. apríl: Brottför með rútu snemma morguns að Stirling kastala sem á sér fornfræga sögu líkt og Edinborgarkastali. Byggður á sautjándu öld og vinsæll af skoskum kóngum og drottningum. Eftir heimsóknina í kastalann er hægt að kaupa sér hádegismat (ekki inniflaið í verði). Kl. 14:30 verður siglt um Loch Katrine með fljótabát og hægt að njóta frábærs útsýnis og stórkostlegs landslags. Komið til baka á hótelið síðdegis þar sem kvöldverður er snæddur kl. 19.00.

27. apríl: Eftir morgunverð er haldið af stað í hálfsdags ferð í “Glenkinchie Distillery” sem er þekktur malt Whiskey framleiðandi. Þar fáum við fyrirlestur um framleiðsluna og þeir sem vilja fá að smakka. Ekið til baka á hótel og komið þangað um kl 13:00. Frjáls dagskrá það sem eftir lifir dags.  Kvöldverður á Apex Waterloo kl. 19.00.

28. apríl: Kl. 10:00 eru herbergi rýmd og farþegar undirbúa sig fyrir brottför.  Kl. 10.30 er ekið af stað áleiðis að Glasgow flugvelli þar sem innritun fer fram í flug Icelandair FI431 með brottför kl. 13.40. Lent er í Keflavík kl. 15.00 að staðartíma

Verð kr. 194.900 á mann

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 44.900.

Innifalið:

  • Flug og flugvallarskattar.
  • Gisting í tevggja manna herbergi í 4 nætur á Apex Waterloo Hotel
  • Morgunverður og 3ja rétta kvöldverður alla daga.
  • Allur akstur og skoðunarferðir skv. ferðalýsingu
  • Aðgöngumiðar að köstulum og þeim stöðum sem heimsótir eru
  • Íslensk fararstjórn og leiðsögn á ensku

Verð: Kr. 194.900 á mann m.v. gistingu í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli: kr. 44.900 kr.

Skráning í ferðina fer fram með því að smella á hnappinn hér að neðan eða senda okkur tölvupóst með nafni, síma og kennitölu. Einnig er hægt að hafa samband við Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301.  Öllum fyrirspurnum um ferðina er svarað samdægurs.

Við skráningu þarf að greiða 50.000 staðfestingargjald – sjá skilmála okkar hér.  Innleggsreikningur er: 0586-26-6855, kt. 590110-1750. Vinsamlegast sendið greiðslustaðfestingar á netfangið hotel@hotelbokanir.is  Eftirstöðvar, kr. 144.900 þarf að gera upp 45 dögum fyrir brottför.  Hægt er að greiða með peningum eða kreditkorti.