fbpx

18. til 22. september 2022

Ferðaskrifstofa eldri borgara býður eldri borgurum í skemmtilega ferð til Edinborgar en borgin er af mörgum talin fegurst allra borga í Skotlandi.

Að þessu sinni verður gist á afar glæsilegu hóteli, InterContinental við George Street sem sumir hafa kallað „Champs-Élysée“ Edinborgar en gatan er umlukin fallegum verslunum ásamtfjölda veitinga- og kaffihúsa.  Flogið verður með Icelandair til Glasgow og ekið þaðan beint til Edinborgar þar sem gist verður í 4 nætur. Farið verður í skoðunarferð út fyrir borgina á whisky-búgarð og ferðast um fallegar sveitir landsin norður af Edinborg og m.a. siglt með fljótabát á hinu fallega stöðuvatni Loch Katrine. Farið verður í Edinborgarkastala auk Stirling kastala og þar að auki á ekta skoska söng- og danssýnningu „The Spirit of Scotland“ þar sem kvöldverður er snæddur. Kvöldverðir eru innifaldir í verði öll kvöld og íslensk fararstjórn allan tímann.

Boðið verður upp á 4ja nátta / 5 daga ferð með glæsilegum skoðunarferðum og kvöldverði öll kvöld.

18. september: Brottför kl. 0735 með flugi Icelandair FI430 til Glasgow og lent þar kl. 1050 að staðartíma. Síðan er ekið beint til Edinborgar þar sem innritun fer fram á InterContinental. Frjáls dagskrá er fyrsta daginn en kvöldverður er snæddur á hótelinu kl. 19.00.

19. september: Eftir morgunverð er lagt af stað skoðunarferð um áhugaverða staði í Edinburgh svo sem Leith, Old & New Town, Carlton Hillog Holyrood. Þaðan verður ekið að Edinborgarkastala þar sem þessi sögufrægi kastali er skoðaður. Skoskur leiðsögumaður fylgir hópnum í samráði við fararstjóra. Um kvöldið verður farið á “Spirit of Scotland Show” þar sem borinn er fram 4 rétta kvöldverður (The Ceremony of the Haggis) og upplifuð hefðbundin skosk tónlist og dans. Auk málsverðar eru 2 drykkir innifaldir á mann.  Ekið með rútu báðar leiðir.

20. september: Brottför með rútu kl. 08.30 áleiðis að Stirling kastala sem á sér fornfræga sögu líkt og Edinborgarkastali. Byggður á sautjándu öld og vinsæll af skoskum kóngum og drottningum. Eftir heimsóknina í kastalann verður ekið upp í land og á leiðinni stoppað á fallegu sveitasetri við bæinn Callander þar sem hægt verður að kaupa sér hádegismat (ekki inniflaið í verði). Kl. 14:30 verður siglt um stöðuvatnið Loch Katrine með fljótabát og hægt að njóta frábærs útsýnis og stórkostlegs landslags. Komið til baka á hótelið síðdegis þar sem kvöldverður er snæddur kl. 19.00.

21. september: Eftir morgunverð er haldið af stað í hálfsdags ferð í “Glenkinchie Distillery” sem er þekktur malt Whiskey framleiðandi. Þar fá ferðalangar að sjá hvernig gott Whisky er framleitt hjá þessu reynda brugghúsi sem framleiðir m.a. whisky fyrir Jonny Walker. Gestir fá smakk áður en haldið er til baka til Edinborgar þangð sem komið verður um kl. 13.00 Frjáls dagskrá það sem eftir lifir dags. Kvöldverður á Apex Waterloo kl. 19.00.

22. september: Kl. 09.30 eru herbergi rýmd og farþegar undirbúa sig fyrir brottför.  Kl. 10.00 er ekið af stað áleiðis að Glasgow flugvelli þar sem innritun fer fram í flug Icelandair FI431 með brottför kl. 13.40. Lent er í Keflavík kl. 15.00 að staðartíma

Verð kr. 239.500 á mann

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 89.000.

Innifalið:

  • Flug og flugvallarskattar.
  • Gisting í tevggja manna herbergi í 4 nætur á Inter Continental Edinburgh
  • Morgunverður og 2ja rétta kvöldverður á hóteli 3 kvöld og 1 kvöld á Spirit of Scotland Show.
  • Allur akstur og skoðunarferðir skv. ferðalýsingu
  • Aðgöngumiðar að köstulum og þeim stöðum sem heimsótir eru
  • Íslensk fararstjórn og leiðsögn að hluta til á ensku

Verð: Kr. 239.500 á mann m.v. gistingu í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli: kr. 89.000.

Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson

Skráning í ferðina fer fram með því að smella á hnappinn hér að neðan eða senda okkur tölvupóst með nafni, síma og kennitölu. Einnig er hægt að hafa samband við Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301.  Öllum fyrirspurnum um ferðina er svarað samdægurs.

Við skráningu þarf að greiða 50.000 staðfestingargjald – sjá skilmála okkar hér.  Innheimta staðfestingargjalds verður send í heimabanka viðkomandi farþega.   Eftirstöðvar, kr. 189.500 þarf að gera upp 60 dögum fyrir brottför.  Hægt er að greiða með peningum eða kreditkorti.