23.-27. október 2022
Haustferð Hótelbókana.is til Edinborgar sem talin er fegurst allra borga í Skotlandi.
Boðið verður upp á 4ja nátta / 5 daga ferð þar sem nægur tími gefst til að skoða sig um í Edinborg á eigin vegum, njóta mannlífs og gera e.t.v. smá jólainnkaup.
Gist verður á hinu afar glæsilega Hotel Kimpton Charlotte Square við George Street sem sumir hafa kallað „Champs-Élysée“ Edinborgar en gatan er umlukin fallegum verslunum ásamt fjölda veitinga- og kaffihúsa. Hótelið jafnast á við 5* þar sem nokkrir barir eru, leikfimisalur, innisundlaug og sauna auk 2ja veitingastaða. Flogið verður með Icelandair til Glasgow og ekið þaðan beint til Edinborgar þar sem gist verður í 4 nætur. Farið verður í skoðunarferð út fyrir borgina í Stirling kastala sem á sér langa sögu og í sömu ferð verður ekið um fallegar sveitir landsins norður af Edinborg og m.a. farið í siglingu með fljótabát á stöðuvatninu Loch Katrine. Íslensk fararstjórn allan tímann.
23. október: Brottför kl. 0735 með flugi Icelandair FI430 til Glasgow og lent þar kl. 1050 að staðartíma. Síðan er ekið beint til Edinborgar þar sem innritun fer fram á Kimpton Charlotte Square. Frjáls dagskrá það sem eftir lifir dagsins.
24. október: Morgunverður á hótelinu og frjáls dagur til að kynna sér borgina, heimsækja Edinborgarkastala eða aðra merka staði og ganga um „The Royal Mile“ í „Old Town“ kíkja í verslanir og finna sér gott veitingahús. Af nógu er að taka.
25. október: Brottför með rútu kl. 08.30 áleiðis að Stirling kastala sem á sér fornfræga sögu líkt og Edinborgarkastali. Byggður á sautjándu öld og vinsæll af skoskum kóngum og drottningum. Eftir heimsóknina í kastalann verður ekið upp í land og á leiðinni stoppað á fallegu sveitasetri við bæinn Callander þar sem hægt verður að kaupa sér hádegismat (ekki inniflaið í verði). Kl. 14:30 verður siglt um stöðuvatnið Loch Katrine með fljótabát og hægt að njóta frábærs útsýnis og stórkostlegs landslags. Komið til baka á hótelið síðdegis.
26. október: Morgunverður á hótelinu og frjáls dagskrá það sem eftir lifir dags.
27. október: Kl. 09.30 eru herbergi rýmd og farþegar undirbúa sig fyrir brottför. Kl. 10.00 er ekið af stað áleiðis að Glasgow flugvelli þar sem innritun fer fram í flug Icelandair FI431 með brottför kl. 13.40. Lent er í Keflavík kl. 15.00 að staðartíma
Verð kr. 219.000 á mann
Aukagjald fyrir einbýli: kr. 85.000.
Innifalið:
- Flug og flugvallarskattar
- Gisting í tevggja manna herbergi í 4 nætur á Kimpton Charlotte Square
- Morgunverður
- Dagsferð í sveitir landsins, Stirling kastala og sigling á Loch Kathrine
- Allur akstur og skoðunarferðir skv. ferðalýsingu
- Aðgöngumiðar að stöðum sem heimsóttir verða
- Íslensk fararstjórn og leiðsögn á ensku
Verð: Kr. 219.000 á mann m.v. gistingu í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli: kr. 85.000.
Skráning í ferðina fer fram með því að smella á hnappinn hér að neðan eða senda okkur tölvupóst með nafni, síma og kennitölu. Einnig er hægt að hafa samband við Hótelbókanir.is í símum 783-9300 og 783-9301. Öllum fyrirspurnum um ferðina er svarað samdægurs.
Við skráningu þarf að greiða 50.000 staðfestingargjald – sjá skilmála okkar hér. Innheimta staðfestingargjalds verður send í heimabanka viðkomandi farþega. Eftirstöðvar, kr. 169.000 þarf að gera upp 60 dögum fyrir brottför. Hægt er að greiða með peningum eða kreditkorti.