fbpx

Lítið mjög huggulegt hótel við hafnarsvæðið í Barcelona, neðst í gamla bænum þaðan sem steinsnar er í verslanir og veitingahús, m.a. El Gran Café sem er eitt af elstu og virtustu veitingahúsum í borginni. Alls staðar hægt að finna sér „tapas“ staði í kringum þetta rómaða hótel. Öll aðstaða er til fyrirmyndar og á 6. hæð er útisvæði með veitingastað og bar sem opnar kl. 11 f.h. og opið fram á kvöld. Einnig lítil sundlaug sem hægt er að kæla sig í ef með þarf. Minibar, frítt net og sérlega góður morgunverður í veitingasal á jarðhæð. Hótelið stendur fyllilega undir 4 stjörnum að mati Hótelbókana. Aðveldast er að ferðast með leigubíl frá fluvellinum í Barcelona að hótelinu. Ferðalagið tekur 25-30 mín. og kostar EUR 35-45.