5. – 8. júní 2022
Ferðaskrifstofa eldri borgara býður þér þáttöku í stórkostlegri ferð um Norður-Sjáland og Kaupmannahöfn þar sem hallir og kastalar við Eyrarsund verða heimsóttir.
Gist verður á hinu glæsilega Hótel Marienlyst við bæinn Helsingør þaðan sem gott útsýni er yfir Eyrarsundið til Helsingborg í Svíþjóð. Marienlyst er strandhótel og afar glæsilegt 300-herbergja „Bad & Spa“-hótel með innisundlaug, baðaðstöðu útipottum og laugum auk góðra veitingastaða og útiaðstöðu með útsýni yfir strandlengjuna í Helsingør. Boðið verður upp á 3ja nátta / 4 daga ferð með áhugaverðum skoðunarferðum í kastala auk heimsóknar að Fredensborgarhöll og dagsferðar til Kaupmannahafnar á lokadegi. Sameiginlegir kvöldverðir eru innifaldir í verði ferðarinnar öll kvöldin. Hitastig í Danmörku á þessum tíma er vanalega 20C° – 25C°.
5. júní: Brottför með flugi Icelandair FI204 kl. 0745 og lent á Kastrup flugvelli kl. 1300. Fararstjóri tekur á móti hópnum og síðan verður ekið í gegnum Kaupmannahöfn áleiðis til Rungsted Havn þar sem léttur hádegisverður verður snæddur. Heimsókn síðdegis í hið merka safn Karen Blixen við Rungsted Kyst og eftir það ekið að Hótel Marienlyst í Helsingør þar sem dvalið verður næstu 3 nætur. Kvöldverður á hótelinuer kl. 19.30.
6. júní: Fyrir hádegi verður Krónborgarkastali heimsóttur og eftir það verður haldið með ferju yfir Eyrarsundið til Helsingborg í Svíþjóð. Þar gefst góður tími til að skoða sig um og kynnast Svíþjóð nánar en fararstjóri og leiðsögumaður fylgja hópnum allan daginn. Siglt til baka síðdegis og komið á hótelið skömmu síðar. Rútuakstur frá hóteli að Kronborg og til og frá ferjuhöfn í Helsingør að hóteli. Kvöldverður á hótelinu kl. 19.30.
7. júní: Brottför með rútu kl. 0900 og ekið fallega leið um Norður-Sjálland áleiðis að Frederiksborgarkastala sem staðsettur er í bænum Hillerød. Eftir heimsókn í kastalann er snæddur léttur danskur hádegisverður í afar fallegu umhverfi við „Slots Sø“ (innifalið í verði) og eftir það verður ekið að Fredensborgarhöll þar sem Danadrottning býr öllu jafnan ásamt fjölskyldu sinni. Þar gefst kostur á að skoða hallarkirkjuna og hallargarðinn áður en ekið verður til baka til Helsingør. Komið á hótelið síðdegis og kvöldverður kl. 19.30.
8. júní: Eftir morgunverð er tékkað út af hótelinu og lagt af stað með rútu áleiðis til Kaupmannhafnar. Fyrst verður stoppað við Jónshús þar sem staðarhaldari tekur á móti hópnum í stutta stund og tækifæri gefst til að kynna sér sögu hússins og veru þeirra hjóna Jóns Sigurðssonar og frú Ingibjargar sem þar bjuggu fyrir tæpum 200 árum. Eftir að heimsókn í Jónshús lýkur er ekið að Tivoli þar sem snæddur verður léttur hádegisverður í fallegu umvherfi og síðan er frjáls tími til að skoða sig um í skemmtigarðinum sem á sér tæplega 180 ára sögu. Kl. 16.30 verður haldið í bátsferð frá „Stormbrúnni“ nálægt Tivoli þar sem jazzhljómsveit Michael Bøving og félaga skemmtir ferðalöngum meðan siglt er um síkin og höfnina í opnum bát í um 90 mínútur. Þetta er ógleymanleg ferð fyrir flesta sem hana upplifa. Kl. 18.30 verður ekið á Kastrup flugvöll þaðan sem flogið verður með flugi Icelandir FI213 kl. 2110 og lent í Keflavík kl. 2225. 2ja klst. tímamismunur er er í gildi á sumrin.
Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson
Leiðsögumaður: John Jensen (einnig leiðs.maður í Narsarsuaq).
Verð kr. 199.500 á mann
Aukagjald fyrir einbýli: kr. 69.000
Innifalið:
• Flug og flugvallarskattar
• Félagar í Vildarklúbbi Icelandair fá punkta fyrir flugið
• Gisting í tveggja manna herbergi í 3 nætur á Hótel Marienlyst í Helsingør
• (aðgangur að sundlaug og Spa er ekki innifalinn í verði)
• Morgunverður og 3ja rétta kvöldverður alla daga
• Allur akstur og skoðunarferðir skv. ferðalýsingu
• Aðgöngumiðar að köstulum, Tivoli og Karen Blixen safninu
• Sigling báðar leiðir yfir Eyrarsund með ferju
• Hádegisverðir í Rungsted Havn, Frederiksborgarkastala og í Tivoli
• Heimsókn í Jónshús og skemmtisigling í Kaupmannahöfn
• Íslensk fararstjórn og leiðsögn á ensku
Verð: Kr. 199.500 á mann m.v. gistingu í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli: kr. 69.000
Skráning í ferðina fer fram með því að smella á hnappinn hér til hliðar eða með því að senda okkur tölvupóst með nafni, síma og kennitölu. Einnig er hægt að hafa samband við Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301.
Öllum fyrirspurnum um ferðina er svarað samdægurs.
Við skráningu þarf að greiða 50.000 staðfestingargjald – sjá skilmála okkar hér. Innleggsreikningur er: 0586-26-6855, kt. 590110-1750. Vinsamlegast sendið greiðslustaðfestingar á netfangið hotel@hotelbokanir.is
Eftirstöðvar, kr. 149.500 þarf að gera upp 60 dögum fyrir brottför. Hægt er að greiða með peningum eða kreditkorti.