Hótelið er eitt hið stærsta í Svíþjóð, alls 558 herbergi og opnaði árið 2008. Staðsett 150 m frá Arlanda Express lestarstöðinni og getur vart verið þægilegra þegar ferðast er frá Arlanda flugvelli inní höfuðborgina. Nafnið Sign er tilkomið vegna hönnunar hótelsins sem sótt er frá þekktustu arkitektum á Norðurlöndum svo sem Alvar Aalto. Hver hæð (10 alls) er sér hönnuð m.t.t. húsgagna, rýmis og vellíðan gesta. Á 10. hæð er heilsulind og snyrtistofa ásamt útisundlaug og bar. Í komusal er glæsilegur veitingastaður og bar þar sem vinsælt er að koma saman og hitta vini eða gesti. Staðsetning er við Nörra Bantorget þaðan sem stutt er í helstu verslunargötur og veitingastaði. Ef ferðast er að höfninni eða yfir á Gamla Stan tekur gangan 20-30 mín. eða 10 mín. með leigubíl. Við gefum hótelinu 4 stjörnur +. Lang auðveldast er að ferðast none-stop með Arlanda Express hraðlestinni frá flugstöðinni að endastöð í Stokkhólmi sem er aðeins 150 m frá hótelinu. Ferðalagið tekur um 25 mín.