11. til 15. september 2022
Ferðaskrifstofa eldri borgara býður nú í fyrsta skipti upp á ferð til suð-austur Englands þar sem við heimsækjum fagrar sveitir East Sussex og Kent. Gist verður á 4* hótelinu Jurys Inn sem staðsett er í miðborg Brighton. Farið verður í skoðunarferðir um sveitir landsins, kastalar heimsóttir auk dagsferðar til Kantaraborgar (Canterbury) og Chapel Down vínekranna. Kvöldverðir eru innifaldir öll kvöld og íslensk fararstjórn allan tímann.
Boðið er upp á 4ja nátta/5 daga ferð með eftirfarandi dagskrá:
11. september: Brottför kl. 07:45 með flugi Icelandair FI470 til London Gatwick. Lent kl. 11:45 að staðartíma. Síðan er ekið beint til Brighton þar sem innritun fer fram á hótelinu. Síðan er frjáls tími það sem eftir er dags og upplagt að rölta um borgina og skoða sig um á merkum stöðum eins og Royal Pavilion safninu,The Lanes sem er þekkt fyrir margar verslanir og markaði í mjóum steinhellu lögðum göngugötum sem liggur niður að strandlengjunni ekki langt frá Brighton Pier. Kvöldverður kl 19:00 á hótelinu.
12. september: Eftir morgunverð er lagt af stað frá hótelinu kl. 10:00 áleiðis til Rye sem er þekktur og líflegur markaðsbær með hlykkjóttum hellusteins götum. Á milli kl. 12 og 14:30 er hægt að fá sér hádegisverð (ekki innifalinn í verði) og rölta um í Rye og njóta þessa fallega bæjar með gömlum húsum í sinni upprunalegu mynd. Eftir hádegisverðinn er haldið áfram meðfram suðurströnd Englands og Seven Sisters klettaströndin heimsótt en klettarnir eru hluti af South Downs þjóðgarðinum. Stórbrotið útsýni. Kvöldverður á hótelinu kl 19:00.
13. september: Eftir morgunverð er farið frá hótelinu kl 10:00 til hins sögufræga bæjar Lewes, höfuðstaður Austur Sussex sem hýsir helstu opinberar stofnanir fyrir sýsluna. Bærinn er einnig þekktur fyrir sína sölumarkaði og verslanir. Við heimsækjum líka Lewes kastala sem reistur var eftir orrustuna við Hastings af stuðningsmönnum Vilhjálms sigursæla (William the Conqueror). Hádegisverður á eigin vegum (ekki innifalinn í verði ferðarinnar).
Eftir hádegi er farið í heimsókn í Monk´s House sem byggt var á 16. öld, en rithöfundurinn Virginiu Woolf og eiginmaður hennar keyptu sveitasetrið 1919 til að hafa frið við skriftir frá ysinum í London. Glæsilegur enskur blómagarður umlykur setrið og var hannaður af Leonard eiginmanni Virginiu. Kvöldverður á hótelinu kl 19:00.
14. september: Dagurinn tekinn snemma og eftir morgunverð er farið frá hótelinu kl 08:00 og ekið áleiðis til hinnar merku Kantaraborgar. Komið er þangað um 10:15 og er fyrsta stopp “University City” of Canterbury, pílagrímastaður í yfir 800 ár eða frá morði Thomas Beckett 1170. Í dag einn frægasti og mest heimsótti staður á Englandi. Eftir það er hin stórbrotna Dómkirkja Canterbury heimsótt. Hádegisverður á eigin vegum ekki innifalinn. Frá kl. 14:30-16:30, á leiðinni til baka til Brighton, er stoppað í Chapel Down vínekrunum þar sem tækifæri gefst til að smakka framleiðsluna en staðurinn er þekktur fyrir sína framleiðslu á enskum freyðivínum. Komið til baka á hótelið 18:30. Kvöldverður á hóteli kl. 19:30.
15. september: Efrtir morgunverð eru herbergi rýmd og farþegar undirbúa sig fyrir brottför. Kl. 09:30 er ekið frá hoteli að London Gatwick flugvelli þar sem innritun fer fram fyrir flug Icelandair FI471 með brottför kl. 13:05 og lent í Keflavík kl. 15:15.
Verð kr. 219.500 á mann
Aukagjald fyrir einbýli: kr. 49.000.
Innifalið:
- Flug og flugvallaskattar
- Farþegar sem eru í Vildarklúbbi Icelandair fá punkta fyrir flugið
- Gisting í tveggja manna herbergi í 4 nætur á Jurys Inn í Brighton
- Morgunverður og 2ja rétta kvöldverður á hótelinu öll kvöld
- Allur akstur og skoðunarferðir í ferðalýsingu
- Íslensk fararstjórn allan tímann og leiðsögn á ensku í sköðunarferðum
- Aðgöngumiðar að köstulum/söfnum/kirkjum og vínsmökkun samkvæmt lýsingu.
Verð: kr. 219.500 á mann m.v. gistingu í tvíbýli. Aukagjald fyrir einbýli kr. 49.000.
Fararstjóri: Friðrik Á. Brekkan
Skráning í ferðina fer fram með því að smella á hnappinn hér að neðan eða senda okkur tölvupóst með nafni, síma og kennitölu. Einnig er hægt að hafa samband við Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301. Öllum fyrirspurnum um ferðina er svarað samdægurs.
Við skráningu þarf að greiða 50.000 staðfestingargjald – sjá skilmála okkar hér. Innheimta staðfestingargjalds verður send í heimabanka viðkomandi farþega. Eftirstöðvar, kr. 189.500 þarf að gera upp 60 dögum fyrir brottför. Hægt er að greiða með peningum eða kreditkorti.