Aðventuferðir eldri borgara til Kaupmannahafnar
frá 21. nóvember til 8. desember 2021
Aðventuferðir eldri borgara til Kaupmannahafnar hafa verið geysi vinsælar og undanfarin ár hefur verið uppselt í allar ferðirnar sem í boði voru. Ferðirnar eru frá sunnudagsmorgni til miðvikudagskvölds og brottfarir verða 21. nóvember, 28. nóvember og 5. desember. Dvalið er á hinu glæsilega hóteli Skt. Petri (Nánar um hótelið) í miðborg Kaupmannahafnar þaðan sem stutt er á Strikið, í verlsanir eða á veitingastaði.
Dagskrá ferðanna er tekur mið af þörfum eldra fólks og er bæði menningarleg, fræðandi og skemmtileg. Farið er í gönguferð um gamla bæinn undir íslenskri leiðsögn og einnig er heimsókn í Jónshús þar sem staðarhaldari tekur á móti hópnum og fræðir um sögu þessa merka húss. Þá er farið í skemmtisiglingu á lokadegi þar sem jazzbandið Scandinavian Rythmboys leikur skemmtilega tónlist meðan siglt er um síkin og borgin skoðuð frá öðru sjónarhorni. Boðið er uppá kvöldverð á komudegi þar sem ekta danskur matur er í boði og einnig á lokakvöldi þegar snæddur er „julefrokost“ á veitingastaðnum Grøften í Tivoli.
Scandinavian Rythmboys
Hópar eru upp að 45 manns hverju sinni undir öruggri fararstjórn Sigurður K. Kolbeinssonar sem annast hefur fararstjórn mjög víða fyrir hópa eldri borgara. Aðventuferðir hafa verið farnar í tæp 20 ár og oftast selst upp. Hafðu samband með því að smella hér og senda okkur tölvupóst með fyrirspurn.
Verð kr. 149.500 á mann *
Staðfestingargjald er kr. 50.000.
Greiða þarf stafestingargjald innan 5 daga frá staðfestingu pöntunar.
Innifalið í verði:
- Flug með Icelandair ásamt flugvallarsköttum og bókunargjaldi
- Allar rútuferðir til og frá hóteli og innan Kaupmannahafnar
- Gisting á Hotel Skt. Petri í 3 nætur ásamt morgunverði
- Skoðunarferð um gamla bæinn og heimsókn í Jónshús
- Kvöldverðir á komudegi (einn drykkur innifalinn) og lokakvöldi
- Sigling um síkin á lokadegi
- Íslensk fararstjórn
- Aukagjald fyrir gistingu í einbýli: 29.500 kr.