fbpx

Hotel Skt. Petri
Kaupmannahöfn

Verð frá DKK 1.595 frá 01. maí – 30.sept.
Verð frá DKK 1.495 frá 01. okt. – 31. des.

Hótelið er staðsett í miðborg Kaupmannahafnar, í innri bæ og getur ekki verið þægilgra. Hótelið er eitt af glæsilegustu hótelum í Danmörku og stæði fyllilega undir 5* einkun að mati okkar – ef hún væri notuð.  Fjölbreyttur morgunverður ásamt matseðli í aðal veitingasal og síðan sérréttir á matsölustað á jarðhæð.  Frítt net, fjölrása sjónvarpskerfi, loftkæling, minibar, business center, útiaðstaða fyrir reykingar, útibar á sumrin og mjög rúmgóð aðstaða í veitingasal. Frá flugvelli er hægt að ferðast með Metro innan frá Kastrup flugstöðinni að Nørreport Station og ganga þaðan að hótelinu og tekur það ferðlag um 20 mín. í allt og kostar DKK 36.  Akstur með leigubíl tekur 20-30 mín. frá Kastrup flugvelli og kostar DKK 300-350.