fbpx

Hótelbókanir

Oslo

Grand Hotel

Eitt af glæsilegustu hótelum í Noregi sem á sér langa sögu.  Staðsett í hjarta Osló borgar við hlið þinghússins (Stortinget) og mjög nálægt norsku konungshöllinni.  Fjöldi verslana og veitingastaða hægri vinstri.  Glæsileg setustofa ásamt bar og veitingastaðnum Palmen ger vistina á Grand Hotel notalega.  Þá er Grand Café við hliðina þar sem morgunverður er í boði daglega og síðan opið fram á kvöld fyrir hádegis- eða kvöldverð og síðdegiskaffi þess á milli.  Á 8. hæð hótelsins er „coshy“ bar með svölum þaðan sem útsýni er yfir garðinn milli Karl Johans gate og Stortingsgata.  Þá er sundlaug og heilsulind á efstu hæð þar sem hótelgestir geta bókað tíma vissan hluta úr degi. Eitt af bestu hóelum í Noregi.  Fyrir okkur er þetta 5 stjörnu hótel alla leið.  Fljótlegast er að ferðast frá Oslo Gardermoen með Flytoget (hraðlest) á 19 mín. frá flugstöðinni að Sentral Station.  Þaðan er hægt að taka leigubíl að Grand Hotel á innan við 10 mín. sem kostar NOK 150.

Kaupmannahöfn

Hotel Skt. Petri

Hótelið er staðsett í miðborg Kaupmannahafnar, í innri bæ og getur ekki verið þægilgra. Hótelið er eitt af glæsilegustu hótelum í Danmörku og stæði fyllilega undir 5* einkun að mati okkar – ef hún væri notuð.  Fjölbreyttur morgunverður ásamt matseðli í aðal veitingasal og síðan sérréttir á matsölustað á jarðhæð.  Frítt net, fjölrása sjónvarpskerfi, loftkæling, minibar, business center, útiaðstaða fyrir reykingar, útibar á sumrin og mjög rúmgóð aðstaða í veitingasal. Frá flugvelli er hægt að ferðast með Metro innan frá Kastrup flugstöðinni að Nørreport Station og ganga þaðan að hótelinu og tekur það ferðlag um 20 mín. í allt og kostar DKK 36.  Akstur með leigubíl tekur 20-30 mín. frá Kastrup flugvelli og kostar DKK 300-350.

Stokkhólmur

Clarion Hotel Sign

Hótelið er eitt hið stærsta í Svíþjóð, alls 558 herbergi og opnaði árið 2008. Staðsett 150 m frá Arlanda Express lestarstöðinni og getu vart verið þægilegra þegar ferðast er frá Arlanda flugvelli inní höfuðborgina. Nafni „Sign“ er tilkomið vegna hönnunar hótelsins sem sótt er frá þekktustu arkitektum á Norðurlöndum svo sem Alavar Aalto og Arne Jakobsen. Á 10. Hæð er heilsulind og snyrtistofa ásamt útisundlaug og bar. Staðsetning er við Nörra Bantorget þaðan sem stutt er í helstu verslunargötur og veitingastaði. Ef ferðast er að höfninni eða yfir á Gamla Stan tekur gangan 20-30 mín. eða 10 mín. með leigubíl.  Við gefum hótelinu 4 stjörnur +.  Lang auðveldast er að ferðast none-stop með Arlanda Express hraðlestinni frá flugstöðinni að endastöð í Stokkhólmi sem er aðeins 150 m frá hótelinu. Ferðalagið tekur um 25 mín.

Helsinki

Hotel Kämp

Eitt af glæsilegustu hótelum I Helsinki og á sér langa sögu. Mjög persónuleg þjónusta og einkunagjöf okkar er 5 stjörnur alla leið.  Stór herbergi, þægileg rúm, öll þjónusta, 2 veitingastaðir og bar sem er opinn frameftir. Meiriháttar morggunverðarhlaðborð innifalið í verði. Hægt að tylla sér út fyrir á „Esplenaden“ þar sem hótelið er staðsett í hjarta Helsinki þaðan sem hægt er að ganga að höfninni á örfáum mínútum. Vart hægt að hugsa sér betra hótel til að gista á – algerlega fyrsta flokks. Fljótlegasta leiðin frá flugvellinum í Helsinki er með leigubíl sem kostar EUR 40-50.

Barcelona

Duquesa de Cardona

Lítið mjög huggulegt hótel við hafnarsvæðið í Barcelona, neðst í gamla bænum þaðan sem steinsnar er í verslanir og veitingahús, m.a. El Gran Café sem er eitt af elstu og virtustu veitingahúsum í borginni. Alls staðar hægt að finna sér „tapas“ staði í kringum þetta rómaða hótel.  Öll aðstaða er til fyrirmyndar og á 6. hæð er útisvæði með veitingastað og bar sem opnar kl. 11 f.h. og opið fram á kvöld. Einnig lítil sundlaug sem hægt er að kæla sig í ef með þarf. Minibar, frítt net og sérlega góður morgunverður í veitingasal á jarðhæð.  Hótelið stendur fyllilega undir 4 stjörnum að mati Hótelbókana. Aðveldast er að ferðast með leigubíl frá fluvellinum í Barcelona að hótelinu. Ferðalagið tekur 25-30 mín. og kostar EUR 35-45.

Palmeri Sikiley

NH Hotel Palermo

Mjög notalegt 4* hótel í miðbæ Palermo sem býður uppá öll helstu þægindi sem hótelgestir geta hugsað sér.  Úti sundlaug með veitingastað utan- sem innandayra, bar inna af gestamóttöku og þjónustað utandyra.  Flest herbergi snúa að hafi með góðu útsýni frá hotelinu þaðan sem stutt ganga er í gamla miðbæinn í Palermo.  Þjónusta og matur til fyrirmyndar og glæsilegur morgunverður sem og herbergi.  Ferðalag frá flugvelli að hóteli tekur um 25 mín. með leigubíl.

Washington D.C.

Melrose Georgetown Hotel

Afar glæsileg hótel í Washington D.C. rétt við borgarjaðarinn sem skilur að Georgetown og höfuðborgina þar sem Pennsylvania Avenue byrjar. Frá hótelinu eru aðeins 1600 m að Hvíta Húsinu og þægilegur gangur að einu helsta kennileiti veraldar. Georgetown er bær fullur af mannlífi, veitingastöðum og verslunum og þarf ekki að ferðast með leigubílum þangað. Einnig er stutt að Georgetown Waterfron Park þaðan sem hægt er að horfa í áttina að Kennedy Center og yfir til Virginíu. Hótelið býr yfir stórum og rúmgóðum herbergjum og flokar sig undir 5 stjörnum. Undir það er hægt að taka. Bar í andyri og hægt að tylla sér út fyrir með drykki eða mat og virða fyrir sér mannlíf og umferð um Pennsylvaníu breiðstrætið.  Morgunverður er al-a-carte og kostar frá $20 á mann. Auðveldast er að ferðast með leigubíl frá Washington Dulles flugvelli og tekur ferðalagið 35-40 mín. og kostar $60-70.

Helsinki

Nordic Hotel Forum

Þegar komið er til Tallin með ferju frá Helsinki tekur aðeins 5 mín. að aka með leigubíl að þessu vel staðsetta hóteli sem er hið glæsilegasta og stendur fyllilega undir 4 stjörnum í einkunagjöf. Góður og fjölbreyttur morgunverður, auðvelt að panta sér snack-rétti á barnum sem opinn er frameftir og auk þess mjög góður veitingastaður í andyri við gestamóttöku. Rúmgóð herbergi, minibar og frítt internet gera dvölina enn þægilegri. Staðsetningin er aðeins í 5 mín. göngufæri frá „gamla bænum“ þar sem fjöldi veitingastaða og verslana umlykja þennan sérstaka bæ sem á sér langa sögu. Hægt er að fara í stuttar skoðunarferð á vegum Hótelbókana.is ef pantað er með fyrirvara en við eigum samstarf við reyndan leiðsögumann í borginni. Ef ferðast er með flugi til Tallin tekur aksturinn um 20 mín. frá flugvelli.  Verðlag er mun lægra í Eistlandi en á Norðurlöndum enda mun það koma flestum þeim sem landið heimsækja á óvart.

Our Work

I am promo text. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.